Sigríður Kristín Óladóttir

8.8.05

Komin heim

Hvernig er þetta aftur, úti er gott en heima er best. Er þetta ekki svona?
Við erum sem sagt komin heim eftir velheppnaða 3ja landa sýn. Við skruppum einn dag til Hamborgar, og fengum svakalega gott veður þar. Annars vorum við tæpa viku í Kaupmannahöfn og tæpa viku í Svíþjóð. Við komumst alls ekki yfir allt sem við ætluðum að gera þannig að við verðum að fara aftur til að bæta úr því. Sumarhúsið á Ranch Fornamaala var lítið og sætt og þar vorum við í einangrun eins og ég hef minnst á, en það gerði ekki mikið til. Við fórum einn dag til Nybro og skoðuðum þar glerblástur, glersafn og verslun. Maður fékk hálfgert áfall þegar sá staurblindi ætlaði að skoða aftan á einn stóran disk, og rak við það hausinn í hilluna fyrir ofan diskinn. Allt fór af stað i næstu 3 hillum fyrir ofan hann og hávaðinn var þvílíkur að mér datt ekki annað í hug en að hann (sá staublindi)yrði kyrrsettur og settur í glerblástursnám til að vinna fyrir skaðanum. Alex hrökk í kút og hélt um höfuðið til að hlífa því, en heppnin var með Þórði í þetta sinn. Næst þegar ég skoðaði dýra glermuni, fór hann ekki inn i búðina, bara af öryggisástæðum.

Við spiluðum mikið í bústaðnum, við spiluðum kana, Wisard og 6 nimt. Líklega settum við met í kanasögnum og ég á eftir að fara yfir bókhaldið. Við skráðum mjög nákvæmlega hver sagði í hvert sinn. Dæmi um algenga skráningu er Akf, Þkf og Sks sem merkir Alex sagði kana og féll, Þórður kani féll og Sigga kani stóð. Enda hafði einhver á orði að ég væri orðin algjör ástandspía, þar sem ég var alltaf í könunum.

Ekki meira núna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home