Sigríður Kristín Óladóttir

5.7.05

Lagt af stað í ferðalag!!!

Jæja þá er að fara að pakka og leggja í hann. Við ætlum á Akureyri í dag, gistum þar hjá Mæju og Kela sem eru með íbúð þar. Ég hlakka til að hitta Systu sem ætlar að nudda mig í kvöld, ég verð eins og nýslegin túskyldingur á eftir, umm!!!. Hún er búin að læra nudd, útskrifaðist nú í vor.
Svo er ferðinni heitið á Egilsstaði, þangað förum við í rólegheitum á miðvikudaginn, kanski gistum við hjá Höllu og Dómhildi sem eru í bústað á Einarsstöðum. Síðan förum við á Neskaupstað, á landsmót harmonikuunnenda. Ég ætti ef til vill að hafa með mér fartölvuna og blogga öðru hverju, sjáum til. Svo verður Nína komin þegar við komum suður aftur, það verður svei mér gaman.Nú er bara að fara að taka sig til, heyrumst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home