Sigríður Kristín Óladóttir

18.11.04

Hvað er að? Gafst formaðurinn og samninganefnd KÍ hreinlega upp?

Skárri en gerðardómur segir hann eftir að samningur var undirritaður, ég púa á þetta. Samningur sem gefur okkur 1,5 % meira en miðlunartilllaga sáttasemjara og 75.000 kr. eingreiðslu 1. júlí. Ég segi nei takk, frekar vil ég láta gerðardóm ákveða launin en að samþykkja þetta sem er reyndar skuggalega nálægt því sem 93% félagsmanna KÍ felldu. Ég er tilbúin að taka þá áhættu, þrátt fyrir hrakspár og halda sjálfsvirðingu minni,. Mér finnst undarlegt að formaðurinn skuli hvetja okkur til að samþykkja samninginn og hann fullyrðir að þessi samningur sé skárri kostur en gerðardómur.
Á kennarafundi í Brekkubæjarskóla voru að ég held flestir sammála um að þetta væri algjör hneisa og að við látum ekki berja okkur til hlýðni.
Ég var ánægð að heyra í kvöldfréttunum að sama afstaða virtist vera hjá kennurum í Austubæjarskóla og Hlíðarskóla. Við sjáum hvað kemur út úr atkvæðagreiðslunni sem á að fara fram 29. nóvember til 1. desember.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home