Sigríður Kristín Óladóttir

7.7.04

Það er alltaf nóg að gera hér hjá okkur í Þýskalandi. Í gær fórum við í dýragarð í frábæru veðri og það var mjög gaman. Þessi garður var í um það bil 20 km fjarlægð rétt hjá bænum þar sem Alex vinnur. Við Helga erum duglegar að ganga á morgnana, en í morgun þegar ég kom niður brá mér í brún, vegna þess að á eldhúsborðinu var miði sem ritað var á: fór með Alex á spítala, kveikið á kaffikönnunni....
Ómægad hvað ætli hafi komið fyrir hugsaði ég hálfskelfd. En eftir smástund kom Helga heim og þá sagði hún mér að Alex hafði lent í hjólaslysi. Hann virti ekki stöðvunarskyldu og lenti í árekstri við 12 ára strák, Alex var auðvitað á mikilli ferð og báðir duttu þeir. Strákurinn fór að gráta, en slasaði sig ekki mikið, hruflaðist sam eitthvað. Alex meiddi sig aðallega á handarbakinu og hruflaði sig auk þess líka á fótum. Hann var að koma heim og var sem betur fer ekki brotinn, en sauma þurfti 4 spor í höndina. Heppinn þar Alex tengdasonur!

Við erum að hugsa um að fara til Eveline og Jan um helgina og leggjum þá af stað á föstudag eftir hádegi. Það verður gaman að heimsækja þau og kíkja til Frankfurt. Kanski förum við líka til Kölnar það er aldrei að vita.

Ég fékk bréf frá frænku okkar í Kanada þar sem hún biður mig að senda sér : „Coat of arms or crest“ Mér dettur í hug að þetta sé einhver ættartala eða e-ð svoleiðis. Þóra eða einhver sem er betri en ég í ensku hjjááálllppp!!!!!
Allavega ef einhver skilur þetta þigg ég þýðingu með þökkum.

Óli þú verður að koma nýja íbúanum fyrir kattarnef, samt ekki Skvísunef af því að hún má ekki koma heim til mín, sorrý Þóra. Hvað koma út úr þessu með fótinn og gifsið Óli?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home