Sigríður Kristín Óladóttir

5.7.04

Engin viðbrögð Óli?

Við erum búnar að fara til Detmold í útskriftarveisluna hjá Pirijó. Þetta var upplifelsi, en ekki líkt þeim veislum sem við erum vön. Ég var ellismellurinn í þessari veislu sem var svona heldur dauf, enginn gítarleikur, enginn söngur, engar ræður, engir leikir en nóg að borða og drekka. Þið getið kíkt á bloggið hennar Helgu til að sjá nánar um ferðina.

Alex bónaði bílinn eftir að við komum heim í gær og er bílinn eins og nýr.

Atli reyndist sannspár með Evrópumeistarana, hann spáði Grikkjum sigri. Var þetta veðmál Atli? Annars fannst mér undanúrslitaleikirnir ferlega leiðinlegir og ég er á því að „réttu" liðin komust greinilega ekki áfram. Ég hélt líka með Portúgölum í gær og það virðist vera þannig að þau lið sem ég held með tapa alltaf.

Helga er að spá í að halda upp á afmælið sitt um verslunarmannahelgina hvernig líst ykkur á það? Við ætlum að kíkja í gardínu- og dúkabúð á eftir. Það rigndi í morgun og við Helga fórum ekki í göngu, við förum seinna í dag.0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home