Sigríður Kristín Óladóttir

9.7.04

Bara nokkur orð til að segja ykkur að ég keypti mér flotta ferðatösku í gær. Núna loksins getur maður farið að versla!!! Ég hálffyllti hana í búðinni með þeim pokum sem ég var með, obb obb bobb.

Alex bauð okkur út að borða í gærkvöldi og við fengum ofsalega fínan og góðan mat, við Alex fengum okkur uppáhaldsmatinn okkar Chatubriand, steiking English eins og sagt er hér í þýskalandi. Þetta var alveg pörfekt hjá þeim, steikingin und alle. Buffaði ömmu aðeins með því að segja henni frá snilldarhugmynd Óla um að kaupa allt sem mig langar til, eyða öllum peningunum og taka svo bara lán fyrir restinni.

Í gær var frábært veður hér, en núna er dumbungur sem er bara fínt, vegna þess að við leggjum af stað til Hausenstamm eftir hádegi og loftkælingin í bílnum þeirra er kanski biluð. Hún virkaði samt fínt þegar við vorum að fara til Oberhausen, en þá var sól og 28 stiga hiti.

Núna eru Írskir dagar byrjaðir á Akranesi og ég óska ykkur góðrar skemmtunar, það er alltaf gaman þessa helgi á Skaganum, en gangið hægt um gleðinnar dyr og gerið ekkert sem ég myndi ekki gera.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home