Sigríður Kristín Óladóttir

30.6.04

Komnar til Coesfeld

Við mamma erum komnar til Helgu og fjölskyldu í Coesfeld. Ferðalagið gekk mjög vel í gær, við fengum frábæra þjónustu á Schiphol flugvellinum í Amsterdam. Mamma var sótt í hjólastól út í vél og svo var okkur ekið í litlum bíl með hjólastólinn í eftirdragi langleiðina að farangrinum. Við þurftum að bíða í u.þ.b. 30-40 mínútur eftir farangrinum en allt gekk þetta vel. Helga var komin áður en við fengum farangurinn og við fengum okkur að borða á einum af fjölmörgum veitingastöðum á flugvellinum áður en við héldum af stað til Þýskalands. Bæðövei þetta er líklega stærsta flughöfn sem ég hef komið í, nýbúið að stækkana!

Við vorum 4 og hálfa klukkustund á leiðinni til Coesfeld, við tókum smá "dítúr" til að byrja með. Þetta eru fastir liðir hjá okkur þegar við erum 3 saman að villast smáveigis og við höfum bara gaman af því. Allavegana þá keyptum við okkur kort þegar við tókum bensín og eftir það gekk vel að rata en allnokkrar tafir voru á hraðbrautunum og hægt var ekið á köflum.

Húsið þeirra er yndislegt gamalt hús á tveimur hæðum og amma segir að hægt sé að halda ættarmót hér hjá Helgu, kanski að við gerum það einhverntímann, okkar leggur af Hraungerðisslegtinni.

Maturinn í gærkvöldi var hreint út sagt frábær a la carte hljóðaði uppá: Aspaagus (ferskur) mit Saus Hollandis, kartöflur og 3 gerðir af skinku. Með þessu drukkum við eðalhvítvín, amma og Nína drukku vatn. Núna erum við búnar að borða morgunverð og hádegisverð, þær í tvennu lagi en ég sem svaf lengst skellti þessu í eina máltíð eftir sturtuna sem er miklu stærri en í Deltmold.

Nína er að klára að læra og svo ætlum við að labba niður í bæ í rúmlega 20 stiga hita og hálfskýuðu logni.

Óli minn gekk ekki vel að keyra kaggann heim?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home