Sigríður Kristín Óladóttir

4.6.04

Helga María hringdi í gærkvöldi og Nína kemst í sveitina 8. - 13. ágúst. Bærinn heitir Foss og er næsti bær við Ölkeldu. Hvort ætti ég þá að panta leikjanámskeið nr.7 sem 3.-6. ág eða nr. 9 sem er 16.-20. ágúst?
Svo mundi ég eftir Pink-tónleikunum, en þeir eru 10. ágúst, en við verðum þá að sækja hana og fara með hana daginn eftir, er það ekki?

Annars gengur lífið sinn gang og alltaf nóg að gera. Unglingadeildin ásamt nokkrum kennurum grilluðum í skógræktinni í gær, þar var líka hið árlega skógræktarboðhlaup og knattspyrnuleikur þar sem kennarar kepptu við nemendur. Við styrktum liðið okkar með nem. 10. bekkja og möluðum auðvitað nemendur. Við Siggurnar stóðum okkur vel í markinu og sýndum snilldartilþrif að okkar mati. Við hvöttum meira að segja nemendur óspart.

Í dag er útskriftin í skólanum og í kvöld verður lokahóf starfsfólksins uppi á Þórisstöðum. Þar verður væntanlega mikið fjör og mikið gaman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home