Sigríður Kristín Óladóttir

27.12.03

Timinn líður ótrúlega hratt hér í Þýskalandi. Óli fór heim í gær og er örugglega búinn að sækja Hlyn núna, bestu kveðjur til ykkar strákar mínir.

Við fórum í bæinn í dag og fórum bæði í Karstadt og Real. Veðrið var mjög gott en það rigndi í morgun. Það var reyndar áður en við lögðum af stað svo það gerði lítið til.

Svo fórum við á skemmtilegt kaffihús og fengum okkur tertu og kaffi, súkkulaði og gos. Það er lítið eftir af púsluspilinu, ég giska á rúmlega 100 stykki. Ætli það klárist í kvöld?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home