Sigríður Kristín Óladóttir

1.6.03

Til hamingju með daginn sjómenn!
Einhvern veginn fóru hátíðarhöldin alveg fram hjá mér að þessu sinni, ég flaggaði ekki einu sinni. Líklega er ekki eins mikið um hátíðarhöld núna eins og var á árum áður hér á Skaganum.

Ég var að klára að setja verkefnin mín inná heimasíðuna. Ég sé samt að ég þarf að laga einhverjar síður og svo er stefnan auðvitað að halda áfram við tækifæri með myndasíðuna og uppskriftirnar sem ég er ekki byrjuð á.
Hlakka til að hitta ykkur á morgun í staðbundnu lotunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home