Sigríður Kristín Óladóttir

6.4.03

Það er greinilega ekki alltaf að marka bloggsíðuna. Það sem var út um allt á miðvikudaginn er nú komið í lag.

Ég hef varla snert tölvuna síðan á miðvikudag en núna get ég setið við hana töluverðan tíma í einu. Ég bjóst ekki við því að liggja svona mikið og var einmitt að hugsa hve gott það hefði verið ef tölvan væri úr efni sem væri sveigjanlegt, samanbrjótanlegt og beygjanlegt og því hægt að hafa hana með sér í rúmið!!

Ég vonast til að kóða krakkana í dag eða á morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home