Sigríður Kristín Óladóttir

12.3.03

Jæja þá er að byrja aftur á náminu eftir frábæran tíma með dætrunum í Oxfordshire og nágrenni.

Við gistum í Witney þar sem Þóra vinnur og kynntumst þar góðu fólki. Það var reglulega gaman að koma til Oxford og ganga um þennan fræga háskólabæ og söguslóðir Inspector Morse.
Við skoðuðum marga merka staði eins og t.d. Woodstock þar sem Blendheim Palace er, sem er fæðingarstaður Sir Winston Churchill og fleiri lítil þorp og má þar nefna Burford, Bibury, Fairford og Chipping Norton.

Ég komst að því að ég er algjörlega áttavillt og það var eins gott að ég var ekki ein á ferð. Ég keypti tvær bækur sem vonandi eiga eftir að gagnast mér í náminu sem ég þarf að fara að sinna núna eftir uppsöfnun á verkefnum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home