Ég ætlaði að vinna eitthvað í kvöld en sprakk alveg á limminu. Á morgun verður morgunstund hjá okkur í skólanum og það verður gaman ef hún heppnast eins vel og síðast. Allir nemendur og allt starfsfólk skólans fer út í íþróttahús og þar munum við syngja saman fjögur lög sem æfð hafa verið að undanförnu og eitt þeirra er að sjálfsögðu skólasöngurinn okkar. Að undanförnu höfum við kennarar og annað starfsfólk skólans verið að gefa nemendum "bláa spjaldið" sem þeir fá ef þeir iðka góða siði s.s. kurteisi, þakklæti, virðingu, hjálpsemi eða annað jákvætt. Þetta hefur heppnast mjög vel og margir nemendur hafa hegðað sér framúrskarandi vel og mun betur en venjulega. Dregið verður úr pottinum og einn nemandi úr hverjum árgangi fær viðurkenningu á morgunstundinni á morgun. Nú ætla ég að fara að sofa....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home