Sigríður Kristín Óladóttir

3.11.06

SNEFEST!!

Já nú erum við að fara að taka okkur til, því við ætlum að fara á Langelinienbroen hérna á horninu, í Snefest. Sumir halda ef til vill að Snefest sé til að fagna fyrsta snjónum sem féll hér til jarðar þann 1. nóvember, en svo er alls ekki.
Nei, Snefest er sko til að halda uppá að fyrsta jólabruggið verður selt á veitingastöðum og krám. Það er svo skemmtilegt, að fyrsti jólabjórinn verður veittur í kvöld, klukkan á slaginu 20:59, hugsið ykkur þetta!! Alls staðar er sama tímasetningin, við sáum það þegar við kíktum aðeins niður í bæ í gærkvöldi. Við förum líka í mat, á boðstólum verður: Steikt flesk að hætti hússins með steinseljusósu og ris a'lamande í eftirrétt. Það verður líka lifandi tónlist, við erum spennt að sjá hvernig tónlist það verður. Þetta verður örugglega gaman og það besta er að við erum bara 3-4 mínútur að labba þangað. Langeliniebroen er hefðbundinn danskur frokost veitingarstaður sem heldur í gamlar danskar hefðir, spennandi ekki satt?

Já við kíktum aðeins í bæinn í gærkvöldi, í sakleysi okkar héldum við að við gætum farið á Ráðhústorgið og séð herlegheitin, vegna MTV Music Award sem fór fram þar og í Bella Center. Þar var Justin Timberlake kynnir. En nei, Ráðhústorgið var rammlega girt af, mér skilst að fólk hafi þurft að fara í hæfnispróf til að fá miða. Hvað kostuðu svo miðarnir? Jú, miðaverðið inn á torgið var víst gott öskur eða p...skrækir!! Við Þórður hefðum örugglega ekki verðið hæf. Við kíktum því stutta stund inná Old English og horfðum á MTV í sjónvarpinu þar áður en við fórum heim. Meira seinna, bestu kveðjur frá okkur. Góða helgi!!

3 Comments:

 • Ég var einmitt í Koben í fyrra á snefest og það var alveg brjálað fjör :)
  Góða skemmtun!!

  By Blogger Karen, at 4/11/06 12:02  


 • Maður ætti kanski að flytja til köben, það er miklu meira fjör hjá ykkur. Annars er S-hamn ferlega dauður staður á veturna.
  Við ætlum að kaupa ferðabedda í næstu viku svo fólk geti gist hjá okkur. Elli biður að heilsa. Hann er svo ánægður að geta loksins spilað LP plöturnar sínar.
  kveðja Helga í sviaríki

  By Anonymous Nafnlaus, at 4/11/06 15:41  

 • Greinilega gaman hjá ykkur í Danaveldi. Hvernig var svo jólabjórinn, mér finnst alltaf svo gott að fá svoleiðis, einhvernveginn sætari.

  Bestu kveðjur

  By Blogger Helga, at 7/11/06 10:56  

Skrifa ummæli

<< Home