Sigríður Kristín Óladóttir

8.11.06

Rok og rigning og fleira!

Það er bara eins og maður sé kominn heim, úti er rok og rigning þessa stundina, en það er nú í góðu lagi.
Við skemmtum okkur mjög vel á Snefestinni á föstudaginn. Það var alveg troðfullt á Langelienebroen, það var víst uppselt fyrir löngu. Maturinn var fínn og jólabjórinn sem við fengum klukkan 20:59, hann var sko mjög góður. Það var niðurtalning nokkrum sekúndum áður en klukkan varð á slaginu 20:59, 10,9,8,.....o.s.frv. bara eins og á gamlárskvöld víða úti í heimi.
Þau eru svo almennileg þarna á veitingarstaðnum, að eftir matinn fengum við pakka á borðið sem við drógum úr körfu sem ein þjónustustúlkan kom með. Þetta var Tuborgjólakúrekahattur, voða flottur. Það var einn pakki á hvert borð á staðnum. Ég fékk heila möndlu úr ris a´lamanda eftirréttinum, ótrúlega heppin!! Möndluna geymdi ég auðvitað eins og fjársjóð. Svo sýndi ég eigandanum möndluna og ætlaði að innheimta möndlugjöfina! En hvað haldið þið að hann hafi sagt, jú hann sagði: Fékkstu tvær möndlur? Nei, sagði ég sannleikanum samkvæmt. Þá útskýrði hann fyrir mér að pakkinn sem við fengum var möndlugjöfin okkar(ein mandla á borð, einn pakki á borð).
Alltaf svolítið seinheppin!! Hljómsveitina skipuðu ein kona og einn karl sem bæði sungu og spiluðu á gítara. Mér blöskraði þó svolítið þegar þau fóru að syngja jólalög og jólasálma og spurðist fyrir um þetta. Þá var okkur sagt að þetta væri eitt af því sem fylgdi á þessu skemmtilega kvöldi. Seinna um kvöldið kom jólatuborgflutningabíll og inn streymdi fólk í jólatubogbúningum sem gaf öllum jólabjór og svo var jólatuborglagið sungið og dansaður var sérstakur jólatuborgbjórdans, gaman að þessu. Þetta var sem sagt mjög skemmtilegt kvöld.

Mér datt í hug þegar ég var að skrifa um stígvélin um daginn, hvort það geti verið að fólk noti gúmmístígvél svona mikið hérna, út af hundaskítnum sem er út um allt. Það er gott að þrífa hann af stígvélunum, ekki satt!! Nei, í alvöru, maður horfir alltaf niður fyrir sig þegar maður er úti að labba, til að stíga ekki í þennan ósóma. Mér finnst að stöðumælaverðirnir ættu að hvíla sig á því að sekta saklaust fólk eins og okkur og Alex og fylgjast frekar með hundaeigendum og sekta þá um 510 kr. ef fólk þrífur skítinn ekki upp eftir hundinn sinn. Góður punktur??
Já það er ótrúlega mikið um hunda hérna, ég held svei mér þá að ég sé eiginlega hætt að vera hrædd við þá, annars væri ég alltaf á flótta!!
Ekki meira núna, bestu kveðjur til ykkar.

1 Comments:

  • Þú ert nú meiri dúllan, ég get ekki annað en brosað við lestur pistilsins. Seinheppin með möndluna, alveg dæmigert... jú Þórður jú.... ´
    ( sé þetta alveg fyrir mér) og þetta með hundaskítinn er hreint út sagt algjör viðbjóður, eins og margt annað er á háu stigi þá er hreinlæti hunda á meginlandi Evrópu verra en á Íslandi, kannski af því að þeir eru meira úti sökum góðs-þ.e. betra veðurs en á íslandi. Gott að þú ert hætt að vera hrædd við hunda, þá er bara að vinna á gullfiskafælninni!!! Kveðja Helga undir Nínu nafni

    By Blogger Nína, at 8/11/06 21:13  

Skrifa ummæli

<< Home