Sigríður Kristín Óladóttir

1.11.06

Nóvember, nóvember, nóvember!!

Þetta sagði kennarinn sem ég er með í KISS þegar farið var yfir mánuðina um daginn, allir mánuðirnir voru nefndir einu sinni en svo kom nóvember, nóvember, nóvember. Hann sagði að þetta væri oftast kaldasti og lengsti mánuðurinn hér. Það er svo sannarleg óhætt að segja að þessi fyrsti dagur mánaðarins hafi verið frekar kaldur, slydda í morgun þegar ég var á leiðinni í skólann, og afar fíngert haglél á leiðinni heim eftir hádegi. Hitastigið er 1°, svo best er að klæða sig vel.

Annars er allt gott að frétta af okkur. Á sunnudaginn fórum við í göngutúr sem endaði á því að við fórum í Kastalann á afmælishátið sem haldin var þann dag. Við hlustuðum m.a. á ansi skemmtilega lúðrasveit, þar var stjórnandinn ung stúlka sem minnti mig á Heiðrúnu í útliti og töktum. Við fórum í Jónshús í messukaffi á eftir og fengum okkur vöfflu með rjóma og kaffisopa. Það var gaman af því að í morgun þegar snjóaði aðeins, sagði einn nemandinn í bekknum: Er ekki einhver með myndavél? Hún sagði okkur að þetta væri í fyrsta skipti sem hún sér snjó. Hún er frá Taivan, er gift dana en flutti hingað á þessu ári. Við erum 15 í bekknum frá 14 löndum, skemmtilegt!! Við erum tvær íslenskar og báðar heitum við Sigga. Við vorum þrjár íslenskar i fyrsta bekknum sem ég var í, þ.e.a.s. Sigríður, Kristín og ég Sigríður Kristín.

Það er gaman að sjá hve margir og sérstaklega hve margar konur ganga í gúmmístígvélum hér, ég held nærri því að þetta sé í tísku því að það þarf ekki endilega að vera rigning eða bleyta til að sjá þennan algenga skófatnað. Mér finnst orðið svo óalgengt að sjá nokkurn í gúmmístígvélum heima, það eru helst börn sem fá ekki að velja sér skófatnaðinn.
Við erum alveg að klikka á afmælisdögum núna. Við sendum síðbúnar afmæliskveðjur til Dóru mágkonu sem átti afmæli þann 27.okt og Antons frænda Þórðar sem átti afmæli 25. okt. Hjartanlegar hamingjuóskir Dóra og Anton og til hamingju með bílprófið Anton.

En nú var að byrja fótboltaleikur í sjónvarpinu sem ég ætla að kíkja á. Þetta er auðvitað FC Köbenhavn og Manchester United. Bið að heilsa í bili.

7 Comments:

 • Eins gott að búa sig vel í kuldanum, ertu með snjógallann með þér. Í morgun var um frostmark hjá okkur, bbrrrr ískalt.
  Kveðja Helga

  By Anonymous Nafnlaus, at 2/11/06 07:08  

 • Mér finnast gúmmístígvél vera flott og er það á stefnuskránni að fjárfesta í einum slíkum.....það er ekki kúl að vera holdvotur í pæjuskóm;o)

  By Blogger Bippi, at 2/11/06 10:43  

 • Já ég er sammála þér Heirún, ég vildi að fleiri notuðu gúmmístígvél í rigningu og/eða bleytu.
  Það er allt of algengt að grunnskólabörn séu holdvot í skólanum af því að þau ganga ekki í stígvélum.
  Heima fara flestir allt á bílum, en hér er annar háttur á, ekki satt?

  By Blogger Frú Sigríður, at 2/11/06 12:48  

 • Mig langar í gula regnkápu og rauð gúmmístígvél!! Þá væri maður sko trendy buslandi um í rigningunni sem ætlar öllu að drekkja hérna á klakanum.

  By Blogger Karen, at 2/11/06 13:04  

 • Jii, er ekki kalt mamma? Ó mæ.
  Það er í tísku hér að vera í stígvelum og þau er hægt að fá í öllum litum og gerðum, allt eftir smekk hvers og eins.

  Svo er líka í tísku svona gúmmítúttur, eins og Nína á og líka gamaldags svartar með hvítum botni. Þær er líka hægt að fá í öllum litum :)

  B.kv. úr rigningunni á Íslandi
  Þóra

  By Anonymous Nafnlaus, at 2/11/06 16:38  

 • hvað tískan er nú breytt!

  Ég hefði sko frekar verið blaut upp í nára en að fara í stígvél í den!

  í dag væri ég alveg til í gúmmístígvel í blómamunstri...

  By Blogger Helga, at 2/11/06 19:45  

 • Kanski skelli ég mér á ein skrautleg stígvél ef þau fást loðfóðruð, sem er reyndar mjög líklegt :)

  By Blogger Frú Sigríður, at 2/11/06 21:24  

Skrifa ummæli

<< Home