Sigríður Kristín Óladóttir

10.2.06

Óli fær einkunn í dag

Nú bíðum við í ofvæni eftir að fá að vita einkunnina hjá Óla þ.e.a.s. fyrir BA ritgerðina, mér skilst að hann þurfi að fá 7 fyrir hana til þess að geta haldið áfram í masternum sem hann er reyndar byrjaður á.
Vonandi gengur þetta hjá honum :) Þú hringir er það ekki Óli minn?

Annars er allt gott að frétta, ég er búin að vera á kafi í að lesa og skila verkefni í náminu. Ég er samt aðeins á eftir áætlun með lesturinn, ég er alveg ferlega lengi að þessu en hugga mig við að "Kemst þótt hægt fari" sem mér finnst eiga við mig.

Þorrablótið var skemmtilegt, en þó ekki eins mikið fjör á ballinu eins og venjulega það var í góðu lagi vegna þess að ég þurfti að nota helgina í nám. Ég þarf núna að fara að skrifa út til Danmerkur, það eru 2 skólar sem koma til greina. Við Þórður erum í danskólanum hjá Heiðari núna og við erum búin að læra heilmikið eftir áramótin, enda er þetta nánast einkakennsla aðeins 3 pör í hópnum. Ég er búin að vera í bölvuðu basli, fékk svona líka svaka ígerð út frá tönn, sem kostaði sterkan fúkkalyfjakúr og svo tanntöku og hreinsun, saumaskap og maukfæði. Ég er í frímínútum en nú eru börnin að koma, bið að heilsa.

2 Comments:

  • Elsku mamma, það er alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar, kannski svolítið stopult en samt gaman. Mér finnst frábært að þú sért í þessu námi núna og á leið í nám, þetta er það sem gefur lífinu gildi, að vera alltaf að bæta við sig. Ég sé það í mínu námi hér úti, það eflir sjálfstraustið og eykur lífsánægjuna. Amk fyrir mitt leiti, það væri óhugsandi fyrir mig að vera í sama farinu í fleiri tugi ára eins og margur hver. Eða það er kannski liðin saga?

    Jeminn, orðið allt of langt hjá mér núna en ég ætla að bæta því við að ég þarf sennilega að stefna á íslenskunám þegar ég flyt heim vegna tungumálaerfiðleika....
    Góða helgi
    Helga

    By Blogger Helga, at 11/2/06 09:06  

  • Í sambandi við að vera (hjakka) í sama farinu, þá er það auðvitað misjafnt og fer eftir einstaklingunum, auðvitað er alltaf átak að drífa sig í nám, en vissulega er það skemmtilegt og gefandi og víkkar sjóndeildarhringinn.

    Þú þarft nú ekki að fara í íslenskunám, við verðum bara að vera dugleg að leiðrétta þig ef þú segir einhverja vitleysu.

    En takk og góða Helgi sömuleiðis Helga mín :)

    By Blogger Frú Sigríður, at 11/2/06 11:50  

Skrifa ummæli

<< Home