Sigríður Kristín Óladóttir

13.12.05

Námslaun og fleira

Já gleðifréttirnar 1. des voru þær að ég fæ námslaun næsta skólaár. Ég er ákveðin í að fara til Danmerkur í nám, en er þó ekki búin að ákveða hvað ég fer í. En eitt er víst að þetta kom skemmtilega á óvart, ég bjóst ekki við að fá orlof svona fljótt. Þórður kemur með mér, þannig að þetta verður vonandi ferlega gaman.Það er endalaust verið að skemmta sér. Reykjavíkurferðin þegar við Þórður og Valli og Dóra fórum á Kabarett var mjög skemmtileg. Við Valli sváfum að vísu bæði nokkuð vel á sýningunni og við höfðum að orði eftir sýninguna að þeir í Íslensku Óperunni mættu nú alveg fara að endunýja sætin til að betra sé að sofa í þeim!!!

Við fórum svo á pöbbarölt á eftir, en enduðum á Kringlukránni. Þar spilaði hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, en það sem vakti furðu okkar var að fylgjast með körlum á aldrinum 50 - 70 sem voru æstir í konuleit. Svei mér þá, þeir voru farnir að hlaupa hring eftir hring, líklega er þetta notað og nýtt markaður.Við fórum á jólahlaðborð með fyrirtækinu sem Þórður vinnur hjá þ.e.a.s. Viðari og Magga múrurum þann 2. des. Þetta var mjög grand hjá þeim, fyrst var okkur boðið heim til Fjólu og Viðars í fordrykk, ólívur o.fl. Svo á Breiðina, þar var veitt vín með matnum og grand eða koníak á eftir. Maturinn, sem var frá Galíto var fínn, sérstaklega forréttirnir, en þeir hefðu mátt skreyta salinn aðeins meira og hafa einhver skemmtiatriði eða söng. Rangheiður Gröndal átti að syngja en hætt var við það af einhverjum ástæðum og ekkert sett á í staðinn. Gallinn við kvöldið var sá að við vorum eiginlega stóluð út klukkan rúmlega 23:00. Við fórum aftur heim til Fjólu og Viðars og vorum þar fram eftir nóttu. Takk fyrir okkur.Við skólasystur hittumst svo hjá Höllu í strætinu 3. des föndruðum og töfruðum fram jólahlaðborð þar sem allar komu með einn rétt.Og útlagarnir komu svo hingað í jólaglögg og hlaðborð síðasta föstudag. Allir komu með einn rétt og þetta heppnaðist líka vonum framar. Það var ekki skipulagt hvað hver átti að koma með, en útkoman var alveg frábær forréttir, aðalréttur og eftirréttir(ferlega eru mörg r í þessu orði).Óli og Karen komu svo á laugardaginn, fóru í pottinn og á jólahlaðborð og gistu eina nótt hjá okkur.Helga er búin baka smákökur og gera laufabrauð, hún slær mér aljörlega við í jólaundirbúningnum, það er svo mikill kraftur í henni.

4 Comments:

 • Þú ættir samt að setja upp seríuna þína sem var í vasanum, ég er með mínar allt árið ;)

  By Blogger Frú Sigríður, at 13/12/05 17:31  

 • æi maður verður líka að vera í stemmingu fyrir því að skreyta og baka, annars þýðir það ekki. Í miðjum verkefnum og prófum hef ég aldrei haft nokkurn áhuga á að baka, þá sá Alex um baksturinn, bara þýskar það árið, en nú eru breyttir tímar....

  Hann Alex er svo duglegur að borða smákökurnar, ef hann sofnar ekki yfir sjónvarpinu, (hann er farinn að taka við af mér) þá er hálfur smákökudunkurinn búinn á einu kvöldi takk fyrir!! Það er ekki lítil dós nota bene. Hann sagði svo við mig um daginn að hann væri búinn að missa tvö kíló síðan jólasmákökutíminn byrjaði!! Hvernig er þetta hægt?

  By Blogger Helga, at 13/12/05 19:29  

 • HAHAHA... púllaðu bara bitruna á þetta eins og hin systkin þín... það fer okkur svo vel ;)

  By Blogger Rokkarinn, at 13/12/05 22:56  

 • Ó ó ó serían kurluð??? Enn ein innsláttarvillan?

  Æ æ æ þið þekkið mig, eftirtektin er ekki upp á marga fiska hjá mér!!!

  By Blogger Frú Sigríður, at 14/12/05 20:40  

Skrifa ummæli

<< Home