Sigríður Kristín Óladóttir

2.12.05

Koss á kinn!

Segið svo að kennarastarfið sé ekki gefandi. Í fyrradag var ég meðal annars að kenna 3.bekk. Krakkarnir voru að baka súkkulaðismákökur og þeim gekk mjög vel. Í lok tímans sagði einn lítill: Frú Sigríður, get ég nokkuð fengið uppskriftina. Ég sagði já já, ég er búin að ljósrita þær fyrir ykkur. Þá sagði hann : Hvað kostar uppskriftin? Ég sagði hún kostar ekkert, skólinn gefur ykkur hana. Þá kom hann til mín og sagði: Ég held að ég verði að smella á þig einum, þú ert svo góður kennari og svo smellti hann einum kossi á kinnina á mér. Krúttaralegt ekki satt?

Í gær fékk ég svo ótrúlegar gleðifréttir!!!!!

1 Comments:

  • Til hamingju með gleðifréttirnar og til hamingju með að amma náði að fá rétti okkar framgengt. Voða lukkutími hjá okkur!!!!

    By Blogger Helga, at 2/12/05 10:17  

Skrifa ummæli

<< Home