Sigríður Kristín Óladóttir

29.11.05

Flugleiðir með dagprísa?

Ég ætla að segja ykkur frá pirringi mínum þegar ég keypti miðana fyrir Helgu og Nínu. Þannig var, að ég hringdi í fjarsölu Flugleiða mánudaginn 21. nóv., þá var ég stödd hjá mömmu rétt fyrir kl. 17:00. Ég gáði að símanúmerinu í símaskránni og sá að skv. upplýsingum þar á að vera opið virka daga frá kl. 10:00 – 18:00. Ég sem sagt panta fyrir þær mæðgur á þeirra nöfunum og kennitölu Helgu, en tók fram að ég ætlaði að tala við þær áður en ég borgaði fargjöldin og ætlaði svo að hafa samband daginn eftir. Verðið var rúmar 67 þúsundir, stúlkan sem afgreiddi mig var mjög almennileg og heitir Kristín. Daginn eftir (á þriðjudegi) kom ég ekki heim fyrr en rétt rúmlega 17 og þá hringi ég til að staðfesta og greiða fargjöldin. En viti menn, þá er búið að loka og símsvari segir mér að aðeins sé opið til 17, ég hringi á aðalskrifstofuna, en nei, þar er sama sagan, bara opið til 18:00. Ég næ því ekki í fjarsöluna fyrr en á miðvikudegi. Þegar ég gaf upp bókunarnúmerið segir stúlkan sem afgreiddi mig: Ég skil nú ekki alveg allt í bókuninni, má ekki Kristín sem afgreiddi þig hringja í þig eftir smástund? Ég játa því og Kristín hringir eftir smátíma, við göngum frá þessu (ég gef bara upp kortanúmerið mitt) og ég þakka fyrir. Eftir 1 mínútu eða svo hringir hún aftur og segir mér að verðið sem ég fékk uppgefið á mánudeginum gilti ekki lengur og verðið var komið upp í rúmlega 74 þúsund, það hafði þá hækkað um 7.500 krónur. Hún sagði að aðeins hafi verið sólarhrings trygging á þessu verði. Ég varð alveg öskureið, en ekki kom til greina að hætta við að kaupa farseðlana ég ákvað samt að rífast ekki við Kristínu.
Finnst ykkur þetta í lagi?
Mér datt helst í hug að fara með þetta í blöðin, en ætla að tala við einhvern af toppunum áður.
Nú er ég búin að fá fína manneskju til að kvarta og það er hún mamma. Nú er hún búin að reyna að ná í Guðjón Arngrímsson en það hefur ekki teksist ennþá þrátt fyrir yfirlegu og margar tilraunir í marga daga. Í gær náði hún í aðstoðarmannesku hans að ég held, stúlku sem heitir Áslaug.
Mamma buffaði hana eitthvað, úps... og Áslaug ætlar að hringja í mömmu í dag eftir að hafa athugað málið. Ég bíð spennt.
Farið ekki langt.... því næst ætla ég að segja ykkur frá Reykjvíkurferðinni um helgina.

8 Comments:

 • Hvad ertu ad segja, tu varst ekki ad segja mer tetta tegar vid toludum saman a sunnud. tu verdur ad skrifa inn um leid og tu veist hvad kom ut ur vidtalinu hja ommu^

  By Blogger Helga, at 29/11/05 15:15  

 • „mamma buffaði hana eitthvað...“ HAHAHA... mamma þúrt snillingur!

  By Blogger Rokkarinn, at 30/11/05 08:52  

 • btw... ég breytti blogginu þínu aðeins mamma... varðandi commentin, nú koma þau upp í sér glugga. :)
  þinn elskulegi sonur

  By Blogger Rokkarinn, at 30/11/05 08:54  

 • Óli þú ert snillingur
  þín systir Helga

  By Blogger Helga, at 30/11/05 09:53  

 • Takk Óli, ég fatta samt ekki alveg hvað þú gerðir. Þið munið eftir þessu frá Flúðum með að amma Lilla buffi e-n :) það er líka alveg nóg.

  By Blogger Frú Sigríður, at 30/11/05 12:50  

 • ÉG gleymi því aldrei!!! Það var fyndnasta atriðið í mannkynssögunni! :þ

  By Blogger Rokkarinn, at 30/11/05 18:00  

 • Var það ekki að pörsa? Já það var rosalega fyndið... HAHAHAHA

  By Blogger Helga, at 30/11/05 21:07  

 • Hehehe... jæja, Þóra getur loksins kommentað núna. Það var reyndar ekki það sem ég breytti um daginn en núna er ég búinn að laga það líka.

  By Blogger Rokkarinn, at 1/12/05 10:20  

Skrifa ummæli

<< Home