Sigríður Kristín Óladóttir

26.1.04

Staðbundna lotan í Margmiðlun til náms og kennslu byrjaði í dag og það var mjög gaman. Við prófuðum aðeins verkfærin sem við eigum að vinna með í þessum áfanga svo sem Cool Edit sem er hljóðvinnsluforrit og Movie Maker. Við Jóhanna skemmtum okkur vel við hljóðblöndun og klippingar þrátt fyrir að vita ekki alltaf hvað við vorum að gera. Við eigum líka að nota Flash svo eitthvað sé nefnt.
Ég notaði USB dótið sem ég keypti mér úti og setti stuttmyndina okkar Jóhönnu þar, kanski klára ég hana seinna hér heima.

Ég fór til Þóru í hádegismat, það er aldeilis frábært að geta farið til barnanna í mat, takk fyrir mig Þóra.

Ég er ekki enn búin að fá svar varðandi húsakaupin og því miður verð ég að segja að vonir mínar um að fá húsið minnka eftir því sem lengra líður. Ég fæ svar á morgun og nú eru líkurnar bara 50 50, það hefur ekki gengið hjá eigendum að kaupa það sem þau hafa boðið í.

Ég fór beint á dansæfingu þegar ég kom heim úr skólanum í dag, við æfum og æfum fyrir bikarkeppnina sem er 8. febrúar.

Við Atli byrjuðum aðeins að pakka í gær, en ég hef verið að bíða eftir svari til þess að átta mig á hvernig ég þarf að pakka.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home