Sigríður Kristín Óladóttir

5.5.03

Við fórum svo á árshátíð línudansara sem haldin var í Kópavogi. Þar var hin besta skemmtun með góðum mat og skemmtiatriðum og línudans.

Í dag þreif ég svo aðeins í húsinu hennar mömmu sem hún ætlar að flytja í á kosningardaginn og bakaði svo lúxusvínarbrauðin mín (svakalega góð) sem ég ætla að hafa með kaffinu í skólanum á þriðjudaginn. Það er hefð hjá okkur í skólanum að halda afmæliskaffi u.þ.b. einu sinni í mánuði og þá komum við starfsfólkið með meðlæti með kaffinu.0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home