Sigríður Kristín Óladóttir

29.4.03

Núna veit ég hvað ég gerði vitlaust í sambandi við myndina, en það er komið í lag eins og þið sjáið.

Það hefur lítið gengið hjá mér að undanförnu, það er eins og vanti í mig allan kraft, ég er líklega bara í hleðslu!!

Ég er marg búin að reyna að skrifa skilaboð til Siggu G í spjallgluggann neðst í blogginu hennar, en það hefur ekki tekist hjá mér. Það kemur alltaf einhver melding sem byrjar svona: you need a minimum of a name and...
En ég ætlaði m.a. að hæla henni fyrir frábært Power Point námskeiðiðið og fleira. Það er nú meiri dugnaðurinn í ykkur og fín verkefnin. Ég gleymdi að segja frá því að ég fékk tengdasoninn til að taka upp smásýnikennslu í eldhúsinu mínu í páskafríinu. Þar erum við Nína aðalleikarar og við erum búin að skemmta okkur vel við að horfa á upptökuna. Ég á eftir að senda Salvöru spóluna.

Það var gerð skoðanakönnun hér á Skaganum nýlega þar sem kannað var viðhorf foreldra til vetrarfrís í grunnskólunum. Hvað haldið þið að hafi komið út úr þeirri könnun? Meira um það á morgun eða hinn.

Mér finnst fínt hjá þér Alex að geta klárað hlaupið eins og þú varst í hnénu, til hamingju með árangurinn. Valli er búinn að vera á fullu að undirbúa fyrir málningu í nýja húsinu hennar mömmu. Mikið væri gaman að skella sér að horfa á Íslandsmeistaramótið í línudans á laugardaginn. Fer núna í áframhaldandi hleðslu, góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home