Sigríður Kristín Óladóttir

15.3.03

Verð að segja frá því að mér var boðið í afmæli til Bergþóru frænku minnar í dag. Það var gott að fá smáhlé frá tölvunni og sjónvarpinu (varð að kíkja aðeins). Bergþóra er dótturdóttir Valla bróður og er 5 ára gömul. Þetta líktist þó meira fimmtugs afmæli en fimm ára afmæli, allavega hvað gómsætar veitingar og afmælisgestafjölda snerti. Samt gátu tvíburarnir ekki komið en þríburarnir voru mættir og það var mikið fjör og mikið gaman.

Skagaliðið var í öðru sæti á Íslandsmótinu í línudansi í dag, til hamingju með frábæran árangur.

Á morgun verður opið hús hjá mér á milli klukkan 14 og 16 og munum við Óli Örn sonur minn sýna húsið sem er til sölu og er glæsileg eign.
Verið hjartanlega velkomin! Þetta ætti samstarfsfólk mitt í skólanum að sjá, ekki meira um það.
Atli Þór er á Skjálfta að spila Counter-strike.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home