Sigríður Kristín Óladóttir

4.3.03

Jæja þá er þessi skemmtilega helgi liðin. Ráðstefnan var líklega lík öðrum ráðstefnum, en ég hef nú ekki sótt þær margar. Eftir setningarathöfn, myndbandið um framtíðarsýn fólks á upplýsingalæsi og fyrirlestur Guðrúnar Þengilsdóttur nema (Að vera eða vera ekki með fartölvu í fartölvubekk) valdi ég málstofu hjá Ómari Erni Magnússyni þar sem hann kynnti Raunveruleik sem er gagnvirkt kennslutæki í lífsleikni. Þetta er leikur sem er ætlaður nemendum í 10. bekk og er að mínu mati frábært kennslutæki. Ég sá umfjöllun um leikinn í morgunsjónvarpinu um daginn og var strax hrifin og fannst leikurinn upplagður til að nota með í heimilisfræðivalinu.
Svo hlustaði ég á hluta af fyrirlestri hjá Mark O´Brien The Ins and Outs of University Computer Science.

Ég skil ekkert í þessu ég sé svo illa letrið, það hefur eitthvað breyst umhverfið hér. Hvað segið þið um það?

Systa og Ævar buðu mér á Hótel Kea á föstudagskvöldið í mat og á tónleika með Ríótríóinu (ásamt Gunnari Þórðar) og þetta var meiriháttar skemmtun.

Á laugardagsmorgun mætti ég galvösk vel fyrir 9 og hlustaði á Jóhann Guðna Reynisson sveitarstjóra Þingeyjarsveitar. Erindi hans „Ég lifi í draumi …“ var skemmtilegt og frábærlega vel flutt með söng, leik og látbragði.
Nafnið flott hjá honum og ég hélt að þarna kæmi erindi um Dreamweaver, en svo var auðvitað ekki.
Svo hlustaði ég á mjög góðan fyrirlestur Ingibjargar Haraldsdóttur og Krístínar Steinarsdóttur um notkun fartölvu sem kennslutækis fyrir Nínu dóttur Kristínar.
Því næst hlustaði ég á Johan Strid um Living in the future, implications of the imformation age. Mér fannst hann tala þó nokkuð um fortíðina í erindinu, en ég er líklega ekki nógu góð í enskunni og skildi alls ekki allt hjá honum. Mér fannst líka óþarfi að prenta öll rauðu og grænu spjöldin fyrir nokkrar spurningar.

Strúlla bauð mér svo í hádegismat til foreldra sinna í grjónagraut með meiru. Þetta reyndist vera fjölskyldugrautur hinn besti og hitti ég þar nokkra ættingja hennar. Það er nú meira hvað er dekrað við mann.

Eftir hádegi hlustaði ég á átta manns lýsa NámUST rannsókninni frá leikskóla til háskóla og svo á Ásrúnu Matthíasdóttur um úttekt á íslenskum vefsíðum. Núna verð ég að fara að sofa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home