Sigríður Kristín Óladóttir

18.2.03

Núna er allt komið í þetta líka fína lag hjá mér, nema afköstin þau má alltaf laga. Það er merkilegt hvað maður getur verið lengi að lesa og skoða ýmis verkefni. Ég var lengi að skoða vefinn um vefhönnun sem Salvör sendi í gær. Maður gleymir sér alveg í þessu, þetta er svo skemmtilegt.

…Þetta virkar fínt, ég sá að Salvör var líka að prófa þetta í gærkvöldi. Ég sá hvernig þrípunktur er búinn til í blogginu hjá Lilju.

Þorrablótið var að sjálfsögðu mjög vel heppnað eins og venjulega. Ég set hér inn vísur að gamni sem Ingi Steinar skólastjóri orti, en ég flutti í byrjun skemmtunarinnar.

Loks á enda löng er biðin
Lífið brosir glatt við mér
Búið er að sjóða sviðin
og súrsa punginn handa þér

Hér skal alla munna metta
Mikið er í trogin lagt
Hér mega' allir íða detta
eftir því sem mér er sagt

Hér má dansa og syngja saman
sötra bjór og þamba gin
Hérna verður heljargaman
Hjartanlega velkomin!!!!





0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home