Sigríður Kristín Óladóttir

1.2.03

Þetta var aldeilis gaman, ég er búin að vera að skoða drauminn í allan dag þ.e.a.s. eftir leikinn. Ég er líka búin að gera heilmikið í draumnum og á líka eftir að breyta ýmsu og laga margt.

Ég átti eftir að setja inn framtíðarsýn mína og það ætla ég að gera núna. Vonandi hef ég ekki misskilið fyrirmælin í sambandi við vefrallýið, en ég held að nóg sé að skrifa hugmynd um vefrallýið. Það er margt sem kemur til greina og nefni ég næringarfræði, Akranes eða umhverfismál.

Hér kemur framtíðarsýn mín:
Ég held að það komi alltaf sömu punktarnir upp varðandi framtíð tölvutækninnar. Þær verða ódýrari, smærri, hraðvirkari og algengari.
En það eru alltaf einhverjar pælingar um ný efni, ofurleiðara, ljóshraðasamskipti og svoleiðis.
Ég mun hafa mína eigin heimasíðu sem verður með fjölbreyttu efni og ég verð búin að eignast og læra á stafræna myndavél.

Við munum öll nota fartölvu í kennslunni.Ég mun nota tölvu til að sýna rétt vinnubrögð í heimilisfræðinni, vera með stuttmyndir sem sýndar eru á vegg eða tjaldi með sýnikennslum, svona gerum við þegar við bökum okkar brauð o.s.frv. Starf kennarans mun því breytast nokkuð en verður alls ekki óþarft.

Við munum nota tölvu til samskipta við ættingja og vini í útlöndum og höfum útbúnað þannig að við sjáum og heyrum þá sem við tölum við. Síminn verður þá óþarfur nema farsímar. Flestir kaupa sér og eiga stafrænt sjónvarp.
Ef til vill verðum við komin með vélmenni til þess að vinna ýmis heimilisstörf . Hvernig var textann aftur? Mig dreymdi að væri komið árið 2012, tunglið væri malbikað og steypt í hólf og gólf. Veröldin var skrýtin það var allt orðið breytt, vélar unnu störfin og enginn gerði neitt.

Framför sem mér fyndist skipta máli væri ef hægt væri að fara í rúmið og láta fara jafnvel um sig þar með tölvu og með bók. Þ.e. ef tölvur yrðu gerðar úr einhverjum sveigjanlegum eða sambrjótanlegum efnum.

Ég læt þetta duga í dag. Ég ætlaði að klára vefrallýið en datt í staðinn í drauminn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home