Sigríður Kristín Óladóttir

21.11.06

Eitt og annað!

Það er alltaf nóg að gera hjá okkur hér í Kaupmannahöfn og tíminn flýgur áfram. Það styttist í heimsókn Mæju og Kela, þau koma á fimmtudaginn. Það verður gaman að hitta þau. Svo kemur Hlöðver bróðir og Kristín þann 30.nóvember.

Við vorum að koma úr göngutúr, við gengum tvo hringi umhverfis Kastalann og vorum tæpan klukkutíma á göngu.

Við skelltum okkur á sunnudeginum fyrir rúmri viku í Púðurtunnuna (Krudttönden)og dönsuðum í 3 tíma, frá klukkan 15 - 18. Fyrst írska dansa (squeare dans) , oft með fjórum pörum og svo línudans. Þegar írsku dansarnir voru dansaðir spilaði 10 manna fiðlusveit þar sem ein spilaði á gítar, ein á flautu og einn á einhverskonar trommu og hinir á fiðlu. Þau sungu líka a.m.k. eitt lag. Þetta var mjög skemmtilegt og mér var bent á konu sem dansar línudans í klúbbi hér á Austurbrú. Ég fékk heimilisfangið hjá henni og upplýsingar um hópana. Við ákváðum að skella okkur seinasta miðvikudag og mættum rúmum hálftíma of snemma. Það var allt í lagi, við byrjuðum bara að dansa með hópnum sem var á undan og svo líka með byrjendunum sem við ætluðum að vera með. Við kunnum ekki dansana sem þau eru að dansa, en þetta kemur mjög fljótt hjá okkur. Byrjendahópurinn er nokkurs konar eldri borgara hópur, passar vel fyrir okkur!!!!
En þetta er mjög almennilegt fólk og gaman að spjalla við þau. Við ætlum að fara aftur á morgun, það verður gaman.

Það er nóg að gera í skólanum, en þetta er líka mjög skemmtilegt. Ég ætla að kíkja í afmælisveislu á föstudagskvöldið, það er ein í gamla bekknum (sem skiptist eiginlega í tvennt eftir síðasta námskeið) sem bauð okkur í afmælið sitt. Hún er frá Bólivíu og dansar með bólivíska balletdanshópnum hér í Kaupmannahöfn, kanski verður ballettdanssýning í afmælinu.
Við Þórður ætlum að kíkja í Fields á eftir, þangað höfum við aldrei komið áður. Ég var að velta fyrir mér hvort fyrsti sunnudagur í aðventu sé ekki fyrr en 3.des og fjórði þá þann 24. des, getur það verið?

Hér er um 7 stiga hiti og rigningarúði, en heima er allt á kafi í snjó og þar hefur verið mikið frost að undanförnu.
Ekki meira að sinni, biðjum að heilsa ykkur!!

4 Comments:

 • Þið eruð svo dugleg að finna ykkur eitthvað að gera, frábært að vera komin í dans, þar eruð þið í ykkar elementi. Fyrsti í aðventu er 3.des, ansi stutt aðventutími þetta árið ekki satt. Biðjum að heilsa úr rigningunni. Kveðja Helga

  By Anonymous Nafnlaus, at 22/11/06 08:47  

 • Um að gera að koma sér í eitthvað...öðruvísi kynnist maður ekki nýju fólki!!

  Ég er í rytmískum kór, SDS (Sang, dans og spil) þar sem að við fáumst við afríska tónlist, brasilíska, Kúbu-tónlist ofl. og syngjum, dönsum og spilum á trommur. Ferlega skemmtilegt;o)
  Svo er ég að sjálfsögðu í lúðrasveit og tónlistarskóla....bara gaman.

  Gangi ykkur vel;o)

  By Blogger Bippi, at 22/11/06 11:31  

 • Gott hjá ykkur að skella ykkur í dansinn. Það er alveg rétt að öðruvísi kynnist maður ekki fólki :)

  Góða skemmtun með Mæju og Kela um helgina.
  B.kv. Þóra

  By Anonymous Nafnlaus, at 22/11/06 14:03  

 • Hæ gaman að fá þessa síðu og ég er líka búin að svara Helgu svo að fjölskyldan e´r nú öll að komast í samband ég geri ráð fyrir að koma út með flugi Fhe901 kl:11:25 þann 16.12.2006 og fara heim kl:12:15 næsta dag kannski fæ ég þessu breitt þannig að ég kem kannsi 15 ætla að athuga það á morgun bæ Ragnheiður

  By Anonymous Nafnlaus, at 23/11/06 20:21  

Skrifa ummæli

<< Home