Sigríður Kristín Óladóttir

5.2.04

Það var skrifað undir kaupsamninginn í dag og ég fæ húsið um mánaðarmótin mars apríl.

Á morgun ætla ég að tala við Hönnu sem keypti af mér til þess að athuga hvort ég get verið lengur á Reynigrundinni, ég ætlaði að hringja í kvöld en kom svo seint heim af dansæfingunni.

Það er nú meira hvað eldri krakkarnir mínir, þau Helga og Óli Örn eru dugleg að blogga. Kíkið endilega á bloggið þeirra það er linkur hér fyrir neðan teljarann.

Helga og Alex eru að fara á þorrablót Ísendingafélagsins í Hamborg á laugardaginn og ég segi bara góða skemmtun elskurnar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home