Sigríður Kristín Óladóttir

22.3.03

Jæja þá er ég komin úr Reykjavík, og þetta er búið að vera góður dagur í dag, dagur vatnsins. Ég skrapp aðeins í Kennó í morgun og svo hittumst við skólasysturnar og brugðum okkur í tuskuleik. Í honum hjálpuðum við Höllu að þrífa húsið sem hún átti. Svo bauð hún okkur í strætið í nýju fínu íbúðina þar sem hún bauð uppá frönsk brauð, osta og pasta. Smá æfing fyrir Parísarferðina sem er á dagskrá hjá okkur í júní.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home