Sigríður Kristín Óladóttir

17.3.03

Ég er ekki að standa mig nógu vel í "blogginu" hvað er að gerast? Ég tapaði öllu sem ég skrifaði áðan þegar ég fór aðeins á flakk, en var ekki búin að posta & publisha. Ég var að skrifa um tilfinninguna sem ég fékk um helgina þegar ég var að skoða drauminn eftir nokkuð langt hlé. Mér fannst, svei mér þá að ég væri að sjá forritið í fyrsta skipti. Áðan var ég að skipta um lit á letrinu á hnöppunum og núna er ég með bæði hvítt og svart letur. Mér finnst hvíta letrið betra, hvað finnst ykkur?

Árshátíð Brekkubæjarskóla er á morgun og hinn þannig að það er nóg að gera í skólanum. Undirbúningur er líka hafinn fyrir árshátíðarballið hjá unglingunum. Þetta er sameiginleg árshátið grunnskólanna og Arnardals sem er félagsmiðstöðin hérna. Þá eldum við (kennararnir) matinn og þjónum til borðs og nemendurnir kunna vel að meta okkar framlag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home