Sigríður Kristín Óladóttir

10.2.03

Nú er ég búin að breyta iunum í í í síða og mín. Þannig að þetta gengur ljómandi vel. Ætli maður geti orðið háður því að skrifa í bloggið? Mér fannst þetta ótrúlega erfitt fyrst en þetta venst eins og karlinn sagði.

Það er einkennilegt að eiga þrjú börn í útlöndum á sama tíma ásamt barnabarni og tengdasyni og það venst ekki. Helga og fjölskylda verða áfram í Þýskalandi og Þóra verður einhverja mánuði í Englandi. Óli Örn er nú væntanlegur heim á fimmtudaginn og kemur þá með nýtt móðurborð, örgjörva og fl. í tölvuna mína. Svo tekur Atli við og setur dótið í og uppfærir hana segir maður það ekki?

Ég þarf endilega að fara að kíkja á Fireworks og næst langar mig til að setja mynd á bloggið, helst af barnabörnunum. Þetta verður ekki í dag, en vonadi fljótlega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home