Sigríður Kristín Óladóttir

30.5.07

Til hamingju elsku Þóra!

Til hamingju með daginn elsku Þóra. Takk fyrir frábæra helgi kæra fjölskylda og vinir. Við ákváðum fyrir viku síðan að skreppa í óvænta heimsókn heim til Íslands. Við höfðum auðvitað erindi heim vegna þess að Þóra var að halda uppá útskrift úr HÍ og afmælið sitt sem er í dag. Það þarf ekki alltaf að vera langur tími til þess að eiga góðar samverustundir. Það eru 3 barnabörn mömmu að útskrifast úr háskólum í júní, Þóra í íslensku, Erna er orðin ljósmóðir og Óli senior er að klára viðskiptafræði í Kaupmannahöfn. Svo er Karen tengdadóttir að klára mannfræðina. Það er ekki dónalegt að vera valinn af mannfræðingi sagði Valur frændi minn, smart hjá honum ekki satt? Þannig að þetta er algjört metár í útskriftum.

En tíminn flaug frá okkur heima, maður trúir þessu ekki.
Núna erum við sem sagt komin í litlu íbúðina okkar hér í Køben og erum byrjuð að undirbúa ferðina á morgun þar sem áætlunarstaðurinn er Ærø. Fimm daga lúxus framundan,.... gaman gaman.

Bogga og hennar lið sigruðu alla í boccia í Keflavík í morgun, til hamingju með það. Svenni og hans félagar höfnuðu í fjórða sæti. Frábær árangur. Við komumst ekki einu sinni almennilega til Valla og Dóru, en svona er þetta bara!!!

Takk fyrir okkur og hafið það sem allra best.

24.5.07

Til hamingju Þóra!!

Þóra var að fá einkunnina sína fyrir lokaritgerðina í gær og fékk frábæra einkunn. Til hamingju Þóra mín. Oooo... það er svo góð tilfinning þegar stórverkefnum er lokið.

Það er nú orðið langt síðan að ég hef bloggað, en svona er þetta bara. Maður gefur sér ekki tíma til að skrifa nokkrar línur, líklega af því að það hefur verið nóg að gera.
Prófatörninni er lokið hjá mér í bili, ég fékk þriðju prófseinkunnina í skólanum í gær og er ógisslega ánægð. Þá á ég bara eftir að taka PD3 munnlega prófið þann 12. júní.

Á sunnudaginn má segja að við hefðum næstum því tekið þátt í Kaupmannahafnar Maraþoninu. Við vorum í það minnsta stuðningsmenn númer 1. Hlaupararnir hlupu hér rétt hjá okkur og við klöppuðum jafn mikið fyrir þeim fyrstu og þeim síðustu, það er gaman að þessu. Við löbbuðum svo um 7 km leiðarinnar og vorum 1 klukkutíma að því. Þetta þýðir að ef við hefðum tekið þátt, þá hefðum við verið rúma 6 tíma á leiðinni, en það er nú kanski aðeins of langur tími, ekki satt??
Ég heyrði aðeins í Herði Ól. frænda á sunnudaginn og því miður gátum við ekki hitst á meðan þau voru hér. Það var verið að ferma hjá dóttur hans sem býr í Lyngby.

Við erum búin að ákveða að fresta aðeins Þýskalandsferðinni, við förum í staðinn á harmonikumót á eyjunni Ærø og verðum þar í nokkra daga. Það verður örugglega skemmtilegt.

Sunnudaginn 10. júní ætlum við svo að verja deginum í Kidlevældskikjunni. Það verður USA dagur í kirkjunni. Dagskráin hefst klukkan 10 með Gospel-hámessu. Svo verður amerískur brunch og eftir hádegi verður söngur, hljófæraleikur og dans þar til allir eru orðnir útkeyrðir.

Veðrið hér er og hefur verið alveg frábært, sól og um 20 stiga hiti. Veðurfræðingarnir spá jafnvel betra veðri en var í fyrra!!!

12.5.07

Engin kosningavaka í Kaupmannahöfn??

Ég verð að segja að ég skil nú ekkert í þessu, en samkvæmt lauslegri athugun hjá mér er engin kosningavaka hér í Kaupmannahöfn. Getur þetta staðist?
Enn síður skil ég að Icelandair býður í partý í Ósló, reyndar ásamt Íslendingafélaginu þar en ekki hér í Kaupmannahöfn. Hvernig stendur á því???
Ekki getur þessi mismunun stafað af því að færri fljúga með Icelandair hingað???
Ég spyr eins og fávís kona úr dreifbýlinu sem skilur hvorki upp né niður í þessu.....

Er Þorgerður Katrín betri en aðrir spyr Óli á bloggsíðu sinni í gær? Dæmið hver fyrir sig.
Helga og fjölskylda eru að lenda í ömurlegri reynslu í sambandi við flutningana heim, mestu verðmætunum var stolið úr bílnum þeirra og það meira að segja með því að opna bílinn með lyklinum.

Gangi ykkur vel á lokasprettinum með ritgerðirnar elsku Þóra og Karen.

Annars allt gott héðan og auðvitað er lífið dásamlegt.
Hafið það gott á kjördegi og munið að kjósa rétt!!!

10.5.07

Hjartanlegar hamingjuóskir!!!

Helga og Balthasar.

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag.
Hún á afmæli hún Helga,
hún á afmæli í dag.

Til hamingju með daginn Helga mín, við vonum að þú eigir góðan dag í dag.
Posted by Picasa

2.5.07

Smá Sjálandshringur!

Í gær skelltum við okkur í bíltur, það var einkennilegt að mér fannst allan daginn að það væri sunnudagur. Þrátt fyrir að allar búðir væru opnar þar sem við stoppuðum. Við byrjuðum á því að aka til Frederikssund, stoppuðum þar og gengum um miðbæinn. Því næst ókum við til iðnaðarbæjarins Frederiksværk. Það fannst okkur mjög skemmtilegur bær, Þórður hafði á orði að hann gæti vel hugsað sér að flytja þangað einhvern tímann. Kanski af því að þar er sementsverksmiðja og fallegt landslag og alls ekki flatt. Við kíktum fyrst í miðbæinn, gengum svo í gegnum dimman skóginn upp að bátnum sem siglir líklega út á Arresø. Svo fórum við í garð þar í bænum á ekta 1. mai útihátíðarhöld. Þar voru ræðumenn og skemmtiatriði eins og heima. Socialdemokratarnir voru með bæklinga og ég talaði aðeins við þá og einn þeirra reif af sér merki flokksins sem hann gaf mér. Ég ætla að gefa mömmu það til minningar um Alþýðuflokkinn!!!

En eins og Óli Seníor sagði í kommenti, þá gengur 1. mai - Arbejdernes Internationale Kampdag hér í Danmörku aðallega út á að borða rauðar pylsur og drekka øl. Þannig að það var skemmtilegt að hitta á þessa samkomu í Frederiksværk.
Svo ókum við til Hundested og upp til Gilleleje svo Helsingør og heim. Mjög fínn túr sem tók okkur 7 tíma þrátt fyrir að hafa bara ekið rúmlega 200 km.

Við horfðum á Liverpool vinna leikinn í gærkvöldi, ég vona bara að þeir vinni meistarakeppnina. Danir eru aldeilis ánægðir með að þeirra maður Agger skoraði markið sem skorað var í leiknum áður en að vítaspyrnukeppninni kom.
Nú ætlum við að skreppa niður í bæ og athuga hvort við sjáum landsleikinn þar sem Íslendingar u. 17 ára keppa við Englendinga.

1.5.07

Til hamingju með daginn Svenni!

Hann Sveinn Þórðarson, pabbi Þórðar á afmæli í dag. Við sendum okkar bestu afmælisóskir héðan frá Kaupmannahöfn. Vonandi verður þetta bjartur og skemmtilegur dagur.

Annars er allt gott að frétta héðan, lífið gengur sinn vanagang og tíminn bókstaflega flýgur áfram. Á sunnudaginn var "Dagur dansins" hér og við kíktum aðeins á Kóngsins Nýtorg og sáum danssýningu. Í gær fórum við í fiskbúðina sem íslendingar eiga á Falkoner Alle og stóðumst ekki freistinguna og keyptum okkur fisk. Þetta er sælkera-fiskbúð sem eingöngu býður uppá tilbúna fiskrétti, sem settir eru beint í ofninn eða á pönnuna. Við eigum eftir að kíkja á aðra fiskbúð í eigu Íslendinga sem er úti á Amager, hún er víst allt öðru vísi, alla vega er hægt að fá þar glænýja ýsu!

Á föstudaginn sem er frídagur hér, verðum við á löngum föstudegi í línudansi rétt sunnan við Køge. Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður, en vonandi verður það skemmtilegt og lærdómsríkt.
Við ætlum að skella okkur í bíltúr á eftir, kanski sjáum við einhvers staðar 1. mai skrúðgöngu á frídegi verkalýðsins. Já til hamingju með daginn og hafið það sem allra best.