Sigríður Kristín Óladóttir

12.3.07

Er vorið komið?

Það er aldeilis frábært veður úti núna, sól og 17 stiga hiti. Ætli vorið sé komið hér í Kaupmannahöfn? Við vorum að kafna úr hita í skólanum í morgun af því að sólin skein beint inn um gluggann á stofunni sem ég var í.
Mamma kemur hingað með Valla og Dóru 12. - 16. apríl. Það verður mjög gaman að hitta þau hér í Kaupmannahöfn.
Það var frábært að hitta Óla frænda hér fyrir utan á laugardaginn, við vorum alveg sammála um það að Kaupmannahöfn er dásamleg borg.

Við ætlum að skreppa til Helgu og fjölskyldu um aðra helgi, þar hittum við m.a. Þóru þannig að það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast.

Nú ætlum við að drífa okkur út í góða veðrið, bestu kveðjur héðan.

2 Comments:

 • Hæ hæ, ég hlakka mikið til að fá ykkur í heimsókn, þá getum við haldið upp á afmælið þitt saman.

  BEstu kveðjur og gangi þér vel á þriðjud.

  kveðja úr sól og 16 gráðum, það á að vera svona fínt alla vikuna, ótrúlegt....

  kv.Helga

  By Anonymous Nafnlaus, at 12/3/07 21:45  

 • Ohhh maður verður nú pínu abbó að heyra af þessu vorveðri þarna hjá ykkur :)
  Hlakka mikið til að það fari að vora hér, en það er farið að birta heilmikið!!

  By Blogger Karen, at 12/3/07 22:20  

Skrifa ummæli

<< Home