Sigríður Kristín Óladóttir

26.9.03

Ég er á leiðinni uppí Borgarnes á kennaraþingið og síðan beint í bústaðinn með skólasystrunum.

Ég vil samt benda á afar athyglisverða sýningu sem er á Skaganum um helgina "Þeir fiska sem róa" heitir sýningin og er á Jaðarsbökkum, Akranesi.
Þetta er avinnuvegasýning þar sem 70 fyrirtæki og stofnanir á Akranesi og nágrenni kynna framleiðslu og þjónustu. Inni- og útisýningarsvæði, frítt í sund, leiktæki og skemmtun í bland við fróðleik um fjölbreytta atvinnustarfsemi. Opið fyrir almenning laugardag kl. 11-18 og sunnudag.

25.9.03

Er að prófa núna nýtt hópvinnukerfi, þ.e. það sem Hróbjartur kynnti og það heitir Share Point. Þett kerfi ætlum við að nota í Rannsóknir nýsköpun og þróunarstarfÉg er alltaf skíthrædd þegar við erum að prófa þessi kerfi en vissulega er þetta gaman. Ég ætla að skella mér á stutta dansæfingu og kíki vonandi aftur í kvöld á kerfin. Bæði það sem notum hjá Allyson og Salvöru í Stafrænu gjánni.

20.9.03

Þetta er nú meira veðrið í dag.

Valli minn til hamingju með afmælið, þú ferð alveg að ná mér!!

Ég er að spá í að skella mér til Reykjavíkur núna vegna stormviðvörunar.

Villa sendi mér þennan texta, prófið að lesa hann alveg óhikað:

Svmkmaæt rnsanókn við Cmabrigde hkóásla þá stkpiir ekki mlái í hðvaa röð stfiar í oðri eru, það enia sem stikipr mlái er að frtsyi og stíasði stinaurfn séu á rtéutm satð. Aillr hniir sfitarnir gtea vireð í aöljrgu rlgui en þú gtuer smat lseið það aðvuledlgea. Áæðsatn fiyrr þsesu er að mnnashgrniuun les ekki hevrn satf friyr sig hleudr oirðð sem hiled.


Finnst ykkur þetta ekki magnað?

9.9.03

Það er alltöðruvísi umhverfi ef ég ætla að skrifa e-ð í bloggið skólanum heldur en hér heima.

Ég vona að Alex hafi gengið vel í prófinu í dag. Það verður gaman að fá fréttir af þessu á föstudaginn.

Mamma er alveg meiriháttar ánægð með ferðina út en var mjög þreytt þegar hún komst til Magga um kl. 2,30. Ég gékk á Háahnjúk eftir vinnu í dag, í fínu veðri og útsýnið var dásamlegt. Ingi Steinar, Helga og Maggi Ben fóru líka og ég er ánægð með að vera loksins búin að skrá í gestabókina þar. Við vorum að búast við fleira fólki úr skólanum en það var svo lítill fyrirvari á þessu hjá okkur að fólk hefur ekki komist.

Uppskriftin af Tortillakökunum sem ég var með í bústaðnum er svona:

1 askja rjómaostur
1 dós sýrður rjómi
1 biti maribóostur (rifinn)
1 blaðlaukur (smátt skorinn)

Aðferð: hrært vel saman og smurt inní 2 pakka af stórum tortillakökum, rúllað upp í sívalninga og geymt í kæli. Skorið í sneiðar og borið fram með einhverju góðgæti t.d. chutney (frábært frá Sólheimum), salsasósum, kryddsultu eða annarri góðri sultu.
Þetta er stór uppskrift og auðvitað má gera 1/2 uppskrift í einu.

Það er hægt að breyta til og nota aðrar tegundir af smurostum ef vill til dæmis hvítlauksost.

Litlu krakkarnir gera svipaða uppskrift sem heitir "Drumbar að hætti kokksins" og er svona:

25 g kryddaður rjómaostur (t.d. hvítlauks)
1 msk sýrður rjómi
2 msk mild salsasósa
1/2 dl rifinn ostur
2 litlar mjúkar tortillakökur

Öllu blandað saman og smurt jafnt yfir kökurnar, rúllað upp, kælt og skorið í 4 - 6 sneiðar. Verði ykkur að góðu.
Helga mín þú lætur hjúkku-vinkonurnar vita af þessu. Nú ætlar fjallgöngugarpurinn að fara að leggja sig.
4.9.03

Hvað á maður að gera hér? Prufa....

3.9.03

Þetta gengur ekki lengur, ég hef ekkert skrifað í rúman mánuð og var að glata öllu sem ég skrifaði áðan.

Heimasíðan mín er líka dottin út, þetta er nú meira ástandið. Nú er skólastarfið komið alveg á fullt og mér líst vel á skólabyrjun og nýja skólastjórann.

Við fórum í skemmtilega "fullvissu ferð " á föstudaginn. Óvissuferð var farin hjá okkur í vor en nú var sem sagt fullvissuferð. Við byrjuðum á að fara í keilu og svo var farið með rútu inná Bjareyjarsand og þar var borðað og skemmt sér fram eftir öllu. Skemmtilega skemmtinefndin stóð sig frábærlega eins og venjulega.

Fyrr um daginn fór ég ásamt Guðbjörgu Á og Þórgunni í fuglaskoðunarferð undir leiðsögn Búdda sem heitir fullu nafni Björn Ingi Finsen. Þetta var skemmtilegt og fróðlegt og er liður í átaki sem heitir Göngum til heilbrigðis sem Tómstunda - og forvarnarnefnd + Skipulags- og umhverfisnefnd Akranesskaupstaðar stendur fyrir. Við sáum 16 fuglategundir, en þeir sem kláruðu gönguna ( við fórum í fullvissuferðina) sáu 19.

Ég er byrjuð að dansa línudansinn aftur og er ánægð með það, þetta er alltaf gaman og feikigóð leikfimi.

Í dag pantaði ég hjólastól fyrir mömmu, en ég veit ekki enn hvort það gengur. Ef ekki, þá er hægt að fá leyfi til að sækja hana að flugvélinni sem á að lenda kl. 22,50. Við tölum saman fyrir helgi Helga mín.

Bræður mínir eru í Vatnsdalnum að "veiða, sleppa" og koma á laugardag nema Maggi sem kemur á sunnudaginn.

Ég skal setja uppskriftina að sumarbústaða-tortilla forréttinum á morgun eða hinn fyrir þig Helga og hjúkkuvinkonurnar.